EURES, vinnumiðlun Evrópska efnahagssvæðisins, stendur fyrir kynningu á störfum og atvinnutækifærum í Noregi mánudaginn 23. mars frá klukkan 15:00 til 20:00 á jarðhæð Centerhotel Plaza við Aðalstræti (hótelið blasir við frá Ingólfstorgi). Fulltrúar EURES í Noregi verða á staðnum ásamt fulltrúum sjö norskra fyrirtækja og eins sveitarfélags.
Þessar kynningar hafa verið haldnar reglulega á Íslandi síðustu ár og er óhætt að mæla með þeim fyrir áhugasama og ekki síður þótt fólk hafi engin ákveðin störf í huga. Upplagt er að ræða við norsku EURES-fulltrúana á almennum nótum en þeir búa yfir nákvæmum upplýsingum um stöðuna á norskum vinnumarkaði og geta gefið hagnýt ráð um atvinnuástandið í ólíkum hlutum og fylkjum Noregs.
Það kostar ekkert að kíkja á starfakynninguna, nánari upplýsingar hér.
Related Articles
Skiptar skoðanir eru á því hvort önnur bylgja landflutninga sé hafin. Á síðasta ári yfirgáfu 760 Íslenskir ríkisborgarar landið og samkvæmt tölum Hagstofunnar fluttu 370 einstaklingar af landi brott, umfram...
Frétt í Speglinum hjá RÚV um ástæður þess að Íslendingar flytja erlendis. Bág kjör, veikt heilbrigðiskerfi og skortur á framtíðarsýn stjórnmálamanna. Þessar ástæður nefna þeir sem vilja flytja frá Íslandi...
Spegilinn hjá RÚV ber saman húsnæðislán á Íslandi og í hinum norðurlöndunum. Lánskjör á fasteignalánum eru mun betri víða á Norðurlöndunum heldur en á Íslandi. Þegar saman safnast borgar fólk...