Kennitala og D-númer

nýtt vegabréfAllir sem flytja til Noregs til að vinna þurfa að skrá sig inn í landið með því að annaðhvort skrá sig til lengri dvalar (fastrar búsetu) eða skammtímadvalar sem er allt að sex mánuðir.

Þeir sem ætla að koma til skemmri tíma sækja um svokallað D-númer, tímabundið númer sem ekki er takmarkaðri en virkar að öðru leyti eins og hefðbundin kennitala. Enginn Íslendingur sem er kominn til að setjast að lengur en sex mánuði á að fá D-númer til að byrja með. Þetta er algengur misskilningur því þessar reglur eiga við margar aðrar þjóðir. Íslendingar sem aðilar að EES-samningnum eiga sama rétt og Norðmenn í Noregi og eiga strax að fá kennitölu (fødselsnummer).

Ef maður byrjar á að fá sér D-númer en ákveður síðar að dvelja lengur skal um leið fara til skattsins og óska eftir fastri kennitölu, þetta er vegna m.a. viðskiptavildar og ýmis annars hér í landi sem kemur betur út fyrir þig því lengri sögu sem kennitalan þín á sér í landinu.

Ef ráðgert er að búa í Noregi lengur en í sex mánuði skal tilkynna flutning til Noregs. Það skal gerast í síðasta lagi átta dögum eftir að flutningur á sér stað. Til að tilkynna um flutning skal viðkomandi mæta á eitt af 42 útibúum skattsins (þjóðskrár) í landinu. Þar þarf hann að fylla út eyðublað RF-1401. Eyðublaðið fæst á skattsofunni eða á vefsíðum Skattstjóra. Sjá hér.

Við sama tækifæri skal leggja fram gild persónuskilríki og skjöl. Þau skjöl sem skal framvísa eru:

  • Vegabréf eða ökuskírteini og staðfesting á ríkisborgararétti frá sýslumanni sem er ekki eldri en þriggja mánaða gömul og verður að vera stimpluð og undirrituð (við mælum með vegabréfinu frekar).
  • Ráðningarsamningur til minnst sex mánaða eða skjöl sem sýna fram á að þú rekir eigið fyrirtæki, takir við greiðslum lífeyris/örorku eða að maki eða annar ábyrgist uppihald þitt.
  • Ef maður kemur til að vinna verkefni sem varir lengur en sex mánuði skal koma með lýsingu á verkefni og skjöl sem sýna fram á lengd þess umfram sex mánuði.
  • Staðfesting á húsnæði t.d. leigusamning eða kaupsaming (ef dvelja skal hjá vinum/ættingjum til að byrja með þá er best að fá húsráðendur til að skrifa uppá það og fara með til skattsins)

Ef maður flytur börn undir 18 ára með sér þarf einnig að hafa með eftirfarandi:

  • Fæðingarvottorð / vegabréf fyrir barnið
  • Ef barn er ekki með báðum foreldrum skal einnig framvísa vottorði frá hinu foreldrinu um að það samþykki flutninginn og vottorð frá sýslumanni sem staðfestir foreldrarétt eins og hann er.

Við skráningu í þjóðskrá í Noregi er gefin út norsk kennitala. Noregur mun senda tilkynningu til þjóðskrár á Íslandi og þú verður í framhaldi af því skráð(ur) með lögheimili í Noregi.

Þú heldur kennitölunni jafnvel þótt þú flytjir frá Noregi síðar.

Meginreglan er sú að norrænir ríkisborgarar sem dvelja skemur en sex mánuði í Noregi þurfa ekki að skrá sig inn í landið. Aftur á móti getur viðkomandi fengið úthlutað D-númeri ef hann uppfyllir ekki skilyrði þess að fá kennitölu. Einstaklingar geta m.a. þurft D-númer til að fá skattkort eða opna bankareikning í Noregi. D-númer er til dæmis hægt að fá á næstu skrifstofu skattstjóra, í banka eða hjá almannatryggingunum (NAV). Heildarlisti yfir staði sem úthluta D-númerum er á vefsíðu tollstjóra.

Til þess að sækja um D-númer þarf viðkomandi að geta sannað hver hann er, annaðhvort með vegabréfi eða ökuskírteini ásamt vottorði frá þjóðskrá í heimalandi. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja mánaða gamalt.

Ef einstaklingur ákveður að dvelja áfram í Noregi að sex mánuðum liðnum skal hann hafa samband við skattstjóra og skrá sig í þjóðskrá í Noregi, hann mun þá fá kennitölu senda.

Skattkort

skattekort_compressedEf maður er að fara að vinna þarf maður að hafa skattkort, eftir að maður hefur fengið úthlutað kennitölu eða D-númeri getur maður sótt um skattkort eða gert það þegar maður sækir um númerið sitt.

Fyrsta skipti sem sótt er um skattkort þarf maður að mæta á eina af skrifstofum skattsins og fylla út eyðublað RF-1102B sem má einnig sækja hér. Til að sækja um skattkort í Noregi þarf maður að vita nokkurn veginn hve mikið maður mun hafa í laun á árinu, í Noregi er svokallaður töfluskattur og er manni úthlutað töfluskattkorti (n. tabellkort) eftir því hve há laun maður hefur á ári.

Eftir að maður hefur fengið fyrsta skattkortið sitt en þarf af einhverri ástæðu að sækja um nýtt eða breyta því nýtir skatturinn í Noregi rafræn skattkort frá 01.01.2014 en öll meðhöndlun á skattkortum skal fara gegnum vef skattstjóra með aðstoð Bank-ID eða MinID, rafrænna auðkennatækja sem allir eldri en 18 ára fá úthlutað.

Sjá nánar á heimasíðu Skattsins um skattkort.