PolitiattestSakavottorð (n. politiattest eða vandelsattest) þarf að sækja um á sérstöku eyðublaði frá lögreglunni. Hér geturðu ekki fengið sakavottorð bara upp úr þurru eða til fróðleiks heldur eru tilvikin lögákveðin og sá lögaðili (vinnuveitandi eða skóli) sem biður um upplýsingarnar þarf að skrifa undir umsókn um vottorð líka nema vottorðið sé hluti af fylgigögnum með leyfisumsókn til hins opinbera.

Þú ein(n) færð svo vottorðið sent í pósti og hefur þannig val um hvort þú sýnir vinnuveitanda það eða ekki en oftast er hreint sakavottorð auðvitað skilyrði fyrir vinnu svo það er frekar augljóst að óhreint mjöl er í pokahorninu ef fólk kemur svo ekki með vottorð eftir að hafa fengið það sent. Ekkert bannar hins vegar að þú sýnir fleiri aðilum sakavottorð sem pantað var fyrir einn vinnuveitanda/skóla og sá sem þetta skrifar notaði vottorð sem fékkst vegna starfsumsóknar hér árið 2010 með öllum atvinnuumsóknum eftir það.

Vera má að þú verðir beðin(n) um að útvega sakavottorð frá lögreglu hér og á Íslandi fyrir ákveðin störf, t.d. dyravörslu og löggæslustörf. Hérna er upplýsingasíða lögreglunnar um sakavottorð með öllum eyðublöðum.