Þá er hátíð ljóss og friðar að renna í garð og ekki seinna vænna en að setja skóinn út í glugga. Börnin ljóma af eftirvæntingu, spáný (sem eldri) stígvél lúra í gluggakistum víða til norskra sveita og rammíslensk bros læðast yfir andlit lítilla ljósa þegar morgunn rís í myrkasta skammdeginu. Að sjálfsögðu vill svo enginn maður fá kartöflu í skóinn og því ekki seinna vænna en að setja upp sparibrosið, skyldi svo vilja til að jólasveinninn ætti leið hjá þegar ljósin slokkna.
“En hvaða jólasveinar eru þetta og hvers vegna gefa þeir börnum í skóinn?” eru eðlilegar spurningar sem kviknað geta og jafnvel er víða þörf á sérstakri upplýsingagjöf til leik- og grunnskóla íslenskra barna, sem koma ljómandi á svip nokkrum dögum fyrir jól og hampa gjöfinni sem sveinki gaf í skóinn, rjóður á svip, þegar ljósin höfðu verið slökkt.
Og fróðleiksþorstinn er langt frá því að vera bundinn við börnin eingöngu, því hinir rammíslensku jólasveinar eiga sér engan líka um víða veröld og ófáir fullorðnir sem gjarna vilja fræðast um íslenska jólasiði. Ágætar upplýsingar eru til um íslensku jólasveinana á hinni norsku Wikipedia og hér má einnig lesa stórskemmtilega grein um hina rammíslensku jólasveina í töfrandi norskri þýðingu með litlu jólaljóði sem setur punktinn yfir I-ið.
Að lokum fer hér svo smávægilegur fróðleikur um jólasveinana á íslensku, þar sem tíundað er í hvaða röð þeir félagar koma til byggða, sem er vel við hæfi að láta fylgja með, því sjálfur Stekkjastaur bankar upp í nótt, þann 11 desember!
Ætlar þú að setja skóinn út í glugga í kvöld?
Related Articles
Skiptar skoðanir eru á því hvort önnur bylgja landflutninga sé hafin. Á síðasta ári yfirgáfu 760 Íslenskir ríkisborgarar landið og samkvæmt tölum Hagstofunnar fluttu 370 einstaklingar af landi brott, umfram...
Frétt í Speglinum hjá RÚV um ástæður þess að Íslendingar flytja erlendis. Bág kjör, veikt heilbrigðiskerfi og skortur á framtíðarsýn stjórnmálamanna. Þessar ástæður nefna þeir sem vilja flytja frá Íslandi...
Spegilinn hjá RÚV ber saman húsnæðislán á Íslandi og í hinum norðurlöndunum. Lánskjör á fasteignalánum eru mun betri víða á Norðurlöndunum heldur en á Íslandi. Þegar saman safnast borgar fólk...