Bíllinn (1)

Hvernig stendur maður að kaupum á notuðum bíl?

Við höfum skrifað ágæta grein um þetta málefni sem má nálgast hér – http://w344987-islendingabok.php5.dittdomene.no/bilavidskipti-kaup-og-sala/

En í grófum dráttum þá er þetta ferlið.

1. Skoða bílinn vel, athuga hvort þetta er eitthvað sem þú vilt skoða betur.
2. Athuga hvort það sé eitthvað veð í bílnum
http://goo.gl/pBXrg5 – Hér færðu öll veð í bílnum með því að slá inn bílnúmer.
3. Athuga með EU-kontrol
http://goo.gl/tG5fzg – Hér sérðu stöðu á EU-kontrol með því að slá inn bílnúmer.
4. Splæsa á söluskoðun ef allt að ofan er OK.
http://goo.gl/UeuJQu – NAF bíður uppá mjög góða söluskoðun í flestum bæjarfélögum.
5. Athuga hvort að ársavgift er greidd.
– Tollvesenets årsavgiftskontor, tlf. 22 86 02 00.
6. Gera góðan sölusamning, vera sammála um ársavgift ef hún er ekki frágenginn áður.
http://goo.gl/XFVruI – Sölusamningur frá NAF.
7. Tryggja bílinn á nýjum eiganda.
– Flest tryggingarfélög eru með þetta á netinu og hægt að athuga verð líka þar.
8. Skila inn umskráningarblaðinu.
http://goo.gl/OxbswK – Upplýsingar hjá Vegsesen. (ábyrgð söluaðila)
9. Borga umskráningar gjaldið, það kemur rukkun á nýjan eiganda.
http://goo.gl/ROsTIY – Listi yfir hvað gjaldið er hátt.
10. Innan nokkra daga færðu þá nýtt skráningarblað fyrir bílinn.
– Del 1 á að vera í bílnum, Del 2 á EKKI að vera í bílnum.

Flytja til Noregs (1)

Hvað þarf ég að eiga mikið fé þegar ég fer út?

Þú þarft að hafa nóg til að framfleyta þér fram að fyrstu útborgun launa eða í allt að sex til sjö vikur ef þitt fyrsta starf er til dæmis afleysingastaða með eftirágreiddum launum. Auðvitað getur þessi tími verið styttri. Fyrir utan húsnæði þarf að eiga nóg fyrir mat, strætó-/lestarkorti, norsku símanúmeri auk varasjóðs vegna óvæntra útgjalda. Noregur er mjög dýrt land, sérstaklega ef lifa þarf hér á íslenskum krónum til að byrja með, og sé farið beint í að leigja húsnæði þarf að leggja fram tryggingu, sjá kafla um leiguhúsnæði. Óvarlegt er að nefna hér ákveðna upphæð en búðu þig undir umtalsverð útgjöld áður en þú færð þín fyrstu laun.

Viltu koma með ábengu á nýja algenga spurningu sem er ekki að finna hérna að ofan, smelltu þá hér.