Þegar kemur að því að flytja með sér búslóð frá Íslandi til Noregs er margt sem þarf að huga að og kannski það mikilvægasta í því hvort það borgi sig eða ekki.

Upp á síðkastið hafa margir einmitt valið að flytja sem minnst af sinni búslóð með sér vegna hárrar verðlagningar á flutningsleiðum til Noregs, lágs verðs á húsgögnum og framboðs á notuðum húsgögnum í Noregi.

GrensenFlestir telja það ekki borga sig að flytja stóra hluti sem kosta ekki svo mikið, eins og borðstofuborð, sófa og annað og láta sér þá nægja að taka tvö eða þrjú bretti með því sem hefur tilfinningalegt gildi, fólk vill ekki selja eða myndi ekki borga sig að selja til að kaupa nýtt þegar út er komið.

Nær allir þurfa þó einhverja búslóðaflutninga og hér eru þær upplýsingar sem þú þarft að hafa um það, óháð stærð farmsins.

Það fyrsta er að panta flutning, oft er biðtími í skip eða aðrar flutningaleiðir og því borgar sig að vera tímalega að panta þá flutningaleið sem maður kýs að nota.

Framkvæmd flutninga til Noregs er allt frá kössum í lausu upp að 40 feta gámum en því stærri sem umgjörðin er þeim mun lægri verður kostnaðurinn á hvern einstakan kassa en þó má geta þess að verð á heilum gámi hleypur á hundruðum þúsunda íslenskra króna.

Allir flutningsaðilar bjóða upp á flutning á brettum en skipafélögin bjóða svo upp á 20 og 40 feta gáma. Til að fá sem hagstæðast verð er óhætt að mæla með því að fólk leiti sér tilboða á sem flestum stöðum.

Við lausaflutninga á kössum þarf að notast við Póstinn, minni flutningafyrirtæki eða Jón Tómas Ásmundsson sem er með áætlunarferðir til Noregs í gegnum Norrænu.

Það næsta í undirbúningsferlinu er að gera innihaldsskrá yfir hvað er verið að flytja með sér, það er mjög gott að gera þetta á meðan pakkað er niður. Þessa skrá þarf að nota þegar flutningsvottorð er gert en það þarf að gera til að fá búslóðina afhenta í Noregi.

Einnig skal hafa í huga að sumu ber að greiða tolla og aðflutningsgjöld af samkvæmt venjulegum tollareglum.
Það sem ber að borga toll af samkvæmt tollareglum eru nýjar vörur, vélknúin farartæki og skemmtibátar, atvinnutæki, matvæli umfram 10 kíló og svo áfengi og tóbak umfram það sem hafa má með sér tollfrjálst.

Svo eru nokkrir hlutir sem gilda sér takmarkanir um, til dæmis lyf en mest er heimilt að taka með sér eins árs birgðir af lyfjum til eigin nota, plöntur má taka með í búslóð en vissar plöntur má ekki flytja með til Noregs. Mattilsynet er með nánari upplýsingar um þetta.

Hljóðvarps- og sjónvarpstæki ber að skrá á innflutningstilkynningu og er þá tilkynnt um það til ríkisútvarpsins í Noregi og innheimta afnotagjalda hefst.buslod

Vopn til eigin nota má flytja inn tollfrjálst með búslóð að því gefnu að eigandi hafi tilskilin vopnaleyfi. Sækja þarf um innflutningsleyfi hjá lögregluyfirvöldum þar sem fólk hyggst setjast að. Lögregluyfirvöld veita ekki innflutningleyfi nema maður geti sýnt fram á að maður tilheyrir veiðiklúbb eða skotíþróttafélagi, á vefsíðu NJFF (Samtök veiðimanna í Noregi) má finna lista yfir alla veiðiklúbba í Noregi – sjá hér. Tollurinn hefur nánari upplýsingar um þetta á sínum vefsíðum.
Athugið að sækja þarf um útflutningsleyfi fyrir vopnið frá íslandi, allar upplýsingar um það veitir embætti ríkislögreglustjóra.

Við innflutning til Noregs má hafa allt að 25.000 norskar krónur meðferðis í formi gjaldeyris, allt umfram það á að fara í gegnum bankann þinn.

Vottorð um innflutning á búslóð fæst hjá tollstjóra í Noregi (Tollvesenet). Tollayfirvöld geta ekki tollafgreitt búslóð fyrr en vottorðinu hefur verið skilað inn rétt útfylltu. Vottorðið má nálgast hérna: Innførser av flyttegods – Erklæring. Þegar búslóðin er komin til landsins verður að hafa samband við Tollstjóra áður en hún er afhent. Í mörgum tilvikum sér flutningsaðili um þetta ferli fyrir viðskiptavini sína en þó verður eigandi búslóðar alltaf að fylla út vottorðið þó að flutningsaðili sjái um afgreiðsluna.

Annað sem ber að taka fram er að það er í lagi að flytja með sér kerrur, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi sem hluta af búslóð svo lengi sem ekki er um vélknúin tæki að ræða.