Þetta með að taka með bílinn er meðal algengari spurninga á Facebook-síðunni „Íslendingar Í Noregi“ og eins og í mörgum öðrum tilvikum er ekki neitt eitt einfalt svar til við henni þótt segja megi að þumalputtareglan sé að það borgi sig í flestum tilfellum ekki.

Skiljanlega veltir fólk þessu fyrir sér, er jafnvel með ágætisbifreið, sem það er ánægt með og vill eiga áfram.

Sé maður til dæmis búinn að leggja mikla eigin vinnu í bílinn, breyta honum og þar fram eftir götunum er auðvitað meira freistandi að taka hann með sér, en ef um venjulegan óbreyttan og algengan bíl er að ræða en það er samt sjaldnast sem það borgar sig fjárhagslega að taka með bíl frá Íslandi.

Þættirnir sem bera að hafa í huga eru nokkrir:

  1. Hvað kostar að flytja bílinn til Noregs?
  2. Er einhver annar kostnaður við að taka bílinn inn í landið?
  3. Hvers virði er bíllinn á Íslandi og hvers virði er sambærilegur bíll í Noregi (á norskum númerum)?
  4. Finnast undanþágur fyrir nýinnflutta í sambandi við notkun og skráningu á eigin meðfluttum bíl?
  5. Er einhver tiltekinn tími sem maður getur ekið um og notað eigin meðfluttan bíl, frá innflutningsdegi?
  6. Hvernig finn ég út hversu há aðflutningsgjöld eru á minn bíl, ef hann fer á norsk númer?
  7. Hvernig reikna ég út hvort þetta borgi sig yfir höfuð?

IKEA GOLF
Kannski IKEA fari að selja bíla bráðum

Svör með tilvísun til netsvæða þar sem ítarlegri svör er að finna:

1. Flutningskostnaður

Þetta er mikilvægur þáttur sem spilar inn í heildarreikningsdæmið, en kostnaðurinn getur verið breytilegur, sending með gámi er líklega dýrasta úrræði á meðan það að taka Norrænu og aka sjálfur kemur hagstæðara út, tasverður kostnaður samt. Hér verður hver og einn að leita sér tilboða í flutning.

2. Annar kostnaður við innflutning á bíl til Noregs

Samkvæmt norskum tollreglum um innflutning bifreiða ber að greiða svokallaða engangsavgift af öllum bílum (nema rafbílum, eins og er) sem eru yngri en 20 ára. Upphæðin er fundin með ýmsum þáttum, svo sem þyngd, afli og rúmtaki vélar, mengun og útblæstri, að viðbættum flutningskostnaði og virði bílsins í útflutningslandinu (Íslandi í okkar tilfelli). Frá þessu mati dregst svo aldur bílsins eftir þar til gerðum stigum og svo bætist virðisaukaskattur ofan á allt saman.
Reiknivél norska tollsins er svo hér.

3. Verðmæti bílsins í Noregi og/eða á Íslandi

Ef maður er að velta fyrir sér hvort þetta borgi sig eða ekki er auðvitað mikilvægt að þekkja stærðirnar í dæminu, annars vegar hversu mikils virði bíllinn er á Íslandi (sölu-/markaðsverð) og hins vegar hvað kostar að flytja hann til Noregs, að viðbættum öllum gjöldum til að öðlast rétt til að nota hann í Noregi.

Þriðja stærðin í dæminu er svo hversu mikils virði bíllinn er, eða sambærilegur bíll í Noregi, og þá er maður kominn með stærðir sem gera manni valið einfaldara, sjá nánar í svari 7.

4. Undanþágur

Já, það finnast undanþágur, en skilyrðin eru ströng og oft er bara verið að ýta vandamálinu á undan sér, en má líka kalla það að vinna smá tíma.

Ef maður getur lagt fram sönnun fyrir því að dvölin í Noregi sé aðeins tímabundin (eitt ár til dæmis) finnst heimild til að geta notað eigin bíl án þess að skrá á norsk númer eða greiða aðflutningsgjöld. Þessi sönnun getur verið tímabundinn atvinnusamningur og/eða námssamningur, ef um framlengingu á atvinnusamningi og/eða námssamningi er að ræða er hægt að sækja um eitt ár í vibót og þar með er fresturinn fullnýttur, nánari reglur um þetta má lesa á þessum síðum:

Norden.org

Toll.no

5. Frestur

Enginn frestur er veittur til að skrá og greiða aðflutningsgjöld ef ekki liggja fyrir skilyrði fyrir skammtímadvöl, þá ber að tilkynna og skrá bílinn strax fyrsta dag eða leggja inn íslensk númer og greiða aðeins virðisaukaskatt til að byrja með, en bíllinn er þá óskráður og má þar með ekki vera í umferð.

Kröfur um skilyrði fyrir undanþágum og refsiaðgerðir við brot á reglum um notkun erlendra bifreiða í Noregi

Þá er hægt að kaupa dagsett bráðabirgðaskráningarnúmer sem kostar um 260 NOK á dag og er ætlað til að flytja bíl frá A til B.

Bráðabirgðanúmer

6 Hvað kostar að tolla bílinn inn í Noreg?

Hafa samband við næstu tollskrifstofu eða nota  reiknivél tollsins, ekki gleyma flutningskostnaðinum frá Íslandi:

7. Reiknidæmi

Bíll með markaðsverð á Íslandi um milljón ISK, flutningur, aðflutningsgjöld og virðisaukaskattur 1,5 milljónir = kostnaður við bíl 2,5 milljónir. Ef markaðsverð á sambærilegum bíl í Noregi er 2,5 milljónir gengur dæmið upp, því við að fara á norsk skráningarnúmer telst bíllinn orðinn gjaldgengur á 2,5 milljónir ISK í Noregi.

Ef aftur á móti söluverð sambærilegs bíls í Noregi er minna, til dæmis 2,0 milljónir, væri hagstæðara að selja bílinn á Íslandi, taka milljónina með sér, bæta við annarri milljón, kaupa norskskráðan bíl og spara 500.000 ISK.
Vefsvæði til aðstoðar við þetta reiknisdæmi (í viðbót við reiknivél tollsins) eru:

Verð á notuðum á Íslandi

Í Noregi


Þessar “þumalputtareglur” nýtast vonandi við ákvarðanatöku um hvort tala skuli bíl með eða ekki. Ef maður er tekinn á ólöglega innfluttum bíl fær maður ekki bara tollinn á bílinn í hausinn heldur háa sekt að auki, allt að 40.000 NOK, svo slíkt er auðvitað áhætta sem ekki er hægt að mæla með.

Einnig má gera ráð fyrir að skuldastaða á bíl spili inn í, þ.e. við sölu á Íslandi fari stór hluti söluandvirðis til að greiða bílalánið. Slíkt verður hver og einn að gera upp við sig en benda má á að lán og lánakjör eru gjarnan viðráðanlegri í Noregi en á Íslandi.

Sums staðar er þörfin fyrir að eiga bíl minni en annars staðar, almenningssamgöngur eru ekki alls staðar til að treysta á í Noregi.

Bangladesh Ramadan