Norskur bifreiðamarkaður er ansi líkur þeim íslenska fyrir utan að hér er ekki eins mikið um bílasölur sem selja notaða bíla eins og við þekkjum frá Íslandi. Hér er meira um að einkaaðilar standi sjálfir í sölu á sínum bílum og þá oftast í gegnum sölusíður eins og Finn.no eða AutoDb.no. Af þeirri ástæðu er því mikilvægra að við séum meðvituð um okkar rétt og ferlið sem því fylgir að kaupa bíla. Kaup á nýjum bíl eru öllu einfaldari þar sem bílasali sér um allt og er ábyrgur gagnvart þér samkvæmt lögum.

Fjármögnun bifreiðakaupa

Fyrir nýja Íslendinga í Noregi getur reynst erfitt að fá samþykkt lán svona til að byrja með en þó finnast lánafyrirtæki sem hafa lánað fólki sem er nýtt í landinu ef það hefur fasta vinnu og góðan samning, http://www.billån.no/ er oft einföld leið til að finna hvort maður fái lán.

Kaup á notuðum bíl  ekki gegnum bílasölu

kaupabil4_compressedÞegar maður hefur fundið réttan bílinn er mjög mikilvægt vera viss um að maður sé að kaupa það sem manni er sagt að maður sé að kaupa því nær allir bílasölusamningar vegna notaðra bíla eru með klausu um að kaupandi hafi keypt skoðaðan bíl í því ástandi sem hann er og kaupandi hafi kynnt sér og getur því ekki krafist bóta eftir á.

Best er að byrja á því að skoða sjálfur eftir bestu getu eða fá vin eða kunningja til að hjálpa við að skoða bílinn og sjá hvort þetta sé eitthvað sem maður er til í að kaupa og eyða meiri orku í að kanna.

Því næst er að athuga hvort veðbönd hvíli á bílnum. Brønnøysundsregistrene bjóða upp á netþjónustu þar sem maður getur skoðað öll veðbönd á bílum með því að slá inn bílnúmer: http://goo.gl/pBXrg5.

Svo skal athuga með EU-kontroll (ástandsskoðun) bílsins en bílar verða að hafa EU-kontroll til að fá umskráningu til nýs eiganda. Vegvesenet (Umferðarstofa) býður upp á netþjónustu þar sem maður getur slegið inn skráningarnúmer til að sjá stöðuna á EU-kontroll: http://goo.gl/tG5fzg.

Ef allt hér að ofan lofar góðu getur það verið gulls ígildi að greiða fagaðila fyrir að taka söluskoðun á bílnum. Þá koma oftast fram allir gallar sem maður getur ekki séð sjálfur og getur þá farið fram á að séu lagaðir, prúttað um verð út frá eða hreinlega ákveðið að hætta við kaup vegna. NAF (FÍB Noregs) býður upp á mjög góða söluskoðun í flestum sveitarfélögum í Noregi og ef maður velur umfangsmeiri ástandsskoðun hjá þeim hjálpa þeir líka við verðmat bílsins og veita persónulega ráðgjöf við kaupin: http://goo.gl/UeuJQu.

Áður en sölusamningur er gerður er mikilvægt að athuga stöðu á bifreiðagjaldi, oftast er samningsatriði hver sér um að gera þetta upp en eftir að eigendaskipti hafa farið fram er það á ábyrgð nýs eiganda að gera ógreidd gjöld upp svo þetta ber að athuga. Í flestum tilvikum getur kaupandi sýnt fram á greiðslu á ársgjaldinu en ef ekki er hægt að hringja í bifreiðagjaldaskrifstofu tollstjóra í símanúmer 22 86 02 00.

Áður en greitt er fyrir bílinn skal gera kaupsamning sem skal þá taka tillit til punkta hér að ofan eins og t.d. NAF-skoðunarskýrlu, samkomulags um ársgjald og annað sem við á. NAF á staðlaðan kaupsamning sem hægt er að sækja á heimasíðu félagsins og er mjög ítarlegur og góður: http://goo.gl/XFVruI.

Til að umskráning bíls gangi eftir þarf bíllinn að vera tryggður, því er oftast best að nýta netþjónustu þíns tryggingafélags og tryggja bílinn á nýjan eiganda strax við afhendingu. Á netinu finnast tryggingaleitarvélar sem athuga verð hjá nokkrum tryggingafélögum til að tryggja manni gott verð, t.d. https://totalanbud.no/forsikring/tilbud/bilforsikring, http://forsikringsportalen.no/ og https://www.penger.no/bilforsikring.

kaupabil1_compressedEitt ráð sem sá, er hér skrifar, hefur nýtt sér við bílakaup er að óska eftir tilboðum frá öllum en til að tryggja bílinn strax er farið inn á eitt af tryggingafélögunum sem bjóða upp á að ganga frá þessu í gegnum netið, ganga frá tryggingu þar og fáist betra tilboð degi síðar er bíllinn tryggður hjá þeim sem tilboðið barst frá, haft samband við hitt tryggingafélagið og tilkynnt að tryggingartaki kjósi að nýta sér iðrunarrétt (n. angrerett) og hætt við kaupin á tryggingunni. Einfalt og bíllinn þinn er alltaf tryggður.

Það síðasta sem kaupandi og seljandi þurfa að gera saman er að fylla út umskráningarblaðið, eða hluta 2 af skráningarskírteini bílsins. Þetta er einföld útfylling eyðublaðs en hér er mjög mikilvægt að fylla allt út rétt. Seljandi ber svo  ábyrgð á að skila því inn til Vegvesenet innan þriggja daga og sniðugt er að bjóðast til gera þetta fyrir seljanda og greiða þá umskráningargjald í leiðinni en ekki allir seljendur vilja það og þá fær maður umskráningargjaldið sent sem rukkun í pósti. Nánari upplýsingar um þetta fást hjá Vegvesenet: http://goo.gl/OxbswK. Verðskrá yfir umskráningargjald má svo sjá hér: http://lovdata.no/dokument/STV/forskrift/2012-11-27-1217/KAPITTEL_3-4#KAPITTEL_3-4.

Áður en bíllinn skiptir um eiganda skal athuga hvort hann sé með AutoPass-kubb (til greiðslu vegtolla, sama fyrirbæri og lykill að Hvalfjarðargöngunum) og hann skal þá fjarlægja. AutoPass er skráð á persónu og bíl og því þarf alltaf að sækja um nýtt AutoPass við bílaskipti.

Þegar búið er að ganga frá greiðslu umskráningargjalds færðu nýtt skráningarskírteini fyrir bílinn á þínu nafni sent í pósti innan fárra daga. Ef allt er eðlilegt og rétt skal nýtt skráningarskírteini koma innan viku frá greiðslu umskráningargjalds. Ef þú hefur ekki fengið rukkun um umskráningargjald eða nýtt skráningarskírteini fyrir bílinn innan þess tíma skal hafa samband við Vegvesenet og athuga hvað veldur.

Þegar nýtt skráningarskírteini er komið á hluti 1 að vera í bílnum en hluti 2 á EKKI að vera í bílnum (komi til þess að bílnum sé stolið).

Annað sem getur verið gott að hafa í huga þegar bíll er keyptur sem er ekki nefnt hér að ofan:

  • Skoðið þjónustubókina til að sjá hvort bíllinn hafi farið í viðunandi viðhaldsþætti, s.s. olíuskipti, þjónustueftirlit, uppherslur og annað.
  • Athuga hvort ökutækið hefur lent í tjóni/árekstri . Bíllinn kann að hafa dulinn galla sem erfitt er að koma auga á.
  • Athuga hvort allir lyklar séu til staðar.
  • Athuga hvort bíllinn sé enn í  ábyrgð og þá hvort nauðsynlegu ábyrgðareftirliti hafi verið fylgt.

Kaup á bíl í gegnum bílasala nýjan eða notaðan

kaupabil2_compressedVið kaup á nýjum bíl í gegnum bílasala þarf svo sem ekki að upplýsa um margt því hann sér um allt. Þó getur verið gott að lesa yfir listann hér að ofan sem nýtist t.d. við upplýsingar um tryggingarnar, flestir bílasalar reyna að fá mann til að velja hitt eða þetta tryggingafélag og reyna að sannfæra mann um að þetta sé svo miklu betra en allt hitt og hann geti fengið rosa gott verð fyrir þig í gegnum sambönd sem hann hefur. Höfum það á hreinu að hann er ekki að þessu fyrir þig og þessar tryggingar sem hann er að bjóða eru bara tryggingar sem veita honum greiðslu eða fríðindi frá tryggingafélaginu fyrir að selja trygginguna. Við ráðleggjum eindregið að þið sjáið sjálf um að athuga besta verðið á tryggingum.

Við kaup á notuðum bíl í gegnum bílasala ber að varast það sama og að ofan og við mælum einnig með söluskoðun hjá NAF í því tilviki. Oft hefur bílasali þá skoðunarskýrslu undir höndum og því gott að spyrja um hana. Hann sér þó um umskráningu og alla athugun á hvort gjöld séu greidd eða ekki, EU-skoðun sé í gildi og fleira svo allt ferlið verður einfaldara en það er þó engin trygging fyrir því að bílinn sé betra að kaupa í gegnum bílasala.