Leyfilegt er að flytjInnflutningurGaeludyraa flestar tegundir gæludýra frá Íslandi til Noregs. Á vefsíðu Mattilsynet (matvælaeftirlitið, sér líka um dýraeftirlit) er að finna upplýsingar á norsku og ensku um reglugerðir vegna mismunandi dýrategunda. Þar er einnig að finna þau eyðublöð sem fylla þarf út.

Þegar hundar og kettir eru fluttir inn er krafist vottorðs frá dýralækni ásamt gögnum um að skyldubólusetningar hafi verið framkvæmdar (sjá nánar á heimasíðu Mattilsynet hvaða bólusetningar eru skylda fyrir hverja dýrategund og tímatakmörk vegna bólusetninga).

Kettir og hundar verða einnig að hafa læsilega auðkenningu (húðflúr eða örflögu).

Hundar eiga að hafa EU-vegabréf.

Við komu á landamæri skal fara með dýrið og alla nauðsynlega pappíra í rautt tollhlið og láta skrá komu til landsins.

ATH: Það eru einungis tvær tollstöðvar sem eru viðurkenndar sem innflutningstollstöðvar fyrir dýr. Þær eru Ósló og Kirkenes, en ef allir pappírar og leyfi eru í lagi má taka með gæludýr inn í gegnum hvaða tollstöð sem er.

Þessar tollstöðvar sjá um yfir eftirlit við innflutning á dýrum til Noregs.

Gardermoen (Oslo)
Telefon: (+ 47) 64 82 04 00
Telefaks: (+ 47) 64 82 04 01
E-post: BIP-gardermoen@mattilsynet.no
Storskog (Kirkenes)
Telefon: (+ 47) 957 79 121
Telefaks: (+ 47) 78 99 75 00
E-post: BIP-Storskog@mattilsynet.no
Á aðrar tollstöðvar er leyfilegt að koma með dýr ef það hefur þegar fengið vottorð frá t.d. dýralækni á Íslandi, en það vottorð sem þarf heitir CVED (Common Veterinary Entry Document), og hefur uppfyllt allar aðrar kröfur sem nefndar eru hér að ofan. Vottunin má ekki vera meira en 21 dags gömul. Þá skal færa hunda og ketti til ormahreinsunar innan viku eftir komu þeirra til Noregs.